top of page

Dásamleg bók, falleg, hnyttin, lifandi og krúttleg (...) Frábærlega útfært hjá Evu hvernig hreyfing og leikir eru fléttaðir inn í söguna.“

Leifur Geir Hafsteinsson, doktor í sálfræði

Gerðu eins og ég er vel heppnuð barnabók fyrir yngstu börninsem krefst þátttöku bæði lesanda og hlustanda.

Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

gerðu eins og ég
– hvati og dýrin


„Þarna er einhver sem hann kannast við. Hann ætlar að veifa en missir þá takið á greininni og dettur beint á rassinn.
Æ, þetta var ekki gott. Hann er alveg að fara að skæla þegar einhver klípur laust í tásuna á honum. Það lifnar yfir Hvata. Þetta hlýtur að vera Ása!“

(Gerðu eins og ég, 2012)

 

 

 

Eva er höfundur barnabókarinnar Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin sem kom út hjá Máli og menningu fyrir jólin 2012. Bókin er fallega myndskreytt af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ritstýrt af Sigþrúði Gunnarsdóttur. Æfingarnar í bókinni eru yfirfarnar af Áslaugu Guðmundsdóttur, yfirsjúkraþjálfara Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

 

Hoppað og skoppað

 

Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin er hugsuð fyrir börn á leikskólaaldri.  Bókinni var mjög vel tekið þegar hún kom út
vegna þess að hún er hvoru tveggja í senn skemmtileg lesning og tæki fyrir foreldra og þá sem vinna með börnun til að ýta undir hreyfingu, þroska og tengslamyndun.

 

Textinn er einfaldur og lögð áhersla á endurtekningu til að ýta undir þátttöku yngstu hlustendanna. Á hverri opnu eru skilaboð til aðstandenda um hvernig má virkja barnið og tillögur að æfingum ... og þá er bara að njóta sundarinnar og hoppa og skoppa með barninu. 

 

Söguþráður

 

Bókin segir söguna af Hvata hvolpi – hann er ósköp góður hvolpur þó forvitnin komi honum stundum í vandræði. Dag einn fer hann í dýragarðinn með Ásu og týnist þar. Hann leitar að Ásu og heldur ítrekað að hann sé búinn að finna hana, en þá flettir lesandinn síðunni og annað kemur í ljós.

 

Meðan Hvati leitar skemmtir hann sér við að sýna dýrunum hvernig þau eiga að hegða sér. Hvati kann alls konar hundakúnstir – hann beygir sig, teygir og hneigir. Jafnvel þó að æfingarnar gangi ekki alltaf eins og best verður á kosið, veit hann að aðalatriðið er að gefast ekki upp – æfingin skapar meistarann!

 

 

 

 

Hvað segja sérfræðingarnir?

 

 

 

 

 

Sem þriggja barna móðir hef ég lesið mjög margar bækur

fyrir börnin mín og er þessi bók sú eftirminnilegasta, sérstaklega vegna viðbragða þriggja ára sonar míns. Hann var mjög spenntur allan tímann og rak á eftir mér við lesturinn, sem ég man ekki að hafi  gerst áður. Um leið og bókin var búin sagði hann: „Aftur, aftur. Mamma, lesaðu núna, lesaðu núna, mamma!“ Og hann hætti ekki fyrr en ég las bókina aftur. Svo hoppaði hann og skoppaði – og ég líka – og við skemmtum okkur konunglega. Ég gef þessari bók mín bestu meðmæli.

Vanda Sigurgeirsdóttir,
lektor við Menntavísindasvið HÍ
og fótboltaþjálfari.

 

 

 

Eftir lestur bókarinnar voru fyrstu orðin sem komu upp í huga minn fræðsla, forvörn og hvatning. 

Allir vita um mikilvægi þess að hreyfa sig, mikilvægi þess að fræða börnin okkar og eyða tíma með þeim, ekkert kemur í staðinn fyrir það. Hvati og dýrin skila þessu öllu til lesandans á einstaklega áhrifamikinn og hrífandi hátt. Þetta er frábær bók fyrir leikskóla, ég hvet jafnframt alla foreldra til að fara með Hvata og börnunum sínum í einstaklega skemmtilega dýragarðsför.

Anna H. Ágústsdóttir,l
eikskólakennari og leikskólastjóri

 

 

Dásamleg bók, falleg, hnyttin, lifandi og krúttleg. Hvati er einlægur, velmeinandi og auðvitað hvatvís hvolpur sem öllum mun þykja vænt um. Frábærlega útfært hjá Evu hvernig hreyfing og leikir eru fléttaðir inn í söguna. Eina takmörkun bókarinnar er að hún er allt of fjörug og skemmtileg sem róandi kvöldlesning fyrir svefninn!

Leifur Geir Hafsteinsson,
stofnandi CrossFit Sport og doktor í sálfræði

 

Gerðu eins og ég er vel heppnuð barnabók fyrir yngstu börninsem krefst þátttöku bæði lesanda og hlustanda.

Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

bottom of page