top of page

Eva Þengilsdóttir er barnabókahöfundur. Hún hefur einnig skrifað fjölmörg örleikrit, efni fyrir leikskóla og sjónvarp.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Screen Shot 2015-09-07 at 22.06.03.png

Menntun

Eva lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og hélt þaðan til náms við HOSTA (Glion) Hotel and Tourism School. Hún lauk Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands og síðar MPA gráðu frá sama skóla, sem og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona.

 

Helstu verkefni

Eva er framkvæmdastjóri ÖBÍ réttindasamtaka, en hún hefur starfað lengst af í þriðja geiranum, hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Eva starfar gjarnan sem sjálfboðliði m.a. við skriftir, ráðgjöf og nefndarsetu. 

 

Listir og hönnun

Eva hefur lagt stund á myndlist allt frá unglingsaldri og hefur sótt námskeið tengd myndlist og grafískri hönnun, meðal annars hjá IDEO hönnunarfyrirtækinu, í Myndlistarskólanum á Akureyri, í Tókýó og Brussel. Eva hefur tekið þátt í sýningum til stuðnings málefnum barna – m.a. í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf og fyrir NPO Graines de Paix. 

 

Meðal hugverka Evu má nefna Kærleikskúluna, en að henni koma fremstu listamenn þjóðarinnar og leggja starfi með fötluðum börnum lið; jólasveinaseríu SLF, þar sem helstu hönnuðir og rithöfundar landsins leiða saman hesta sína í þágu fatlaðra barna; Engilráð andarunga, en gerðir hafa verið um ungann sjónvarpsþættir, leikþættir, bókarkorn, tuskudýr og handbrúður, Hvata hvolp, en bók um hann eftir Evu og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur kom út fyrir jólin 2012.

 

Gift – með þrjú börn og kött!

Eva er gift Martin Eyjólfssyni, þau eiga börnin; Þengil, Sylvíu og Tinnu – og köttinn Bangsa. 

 

 

 

bottom of page