top of page
Kissing the Globe of Goodwill

kærleikskúlan

fyrir Reykjadal, sumarbúðir Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
 

„Í ár eins og fyrr rennur allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar til eflingar starfsemi Reykjadals. Í þeirri veröld ævintýranna hefur ekki orðið nein gengislækkun! Þar er heldur ekki byggt á efnishyggju heldur umhyggju, ekki á vísitölum heldur samtölum, ekki kauprétti heldur jafnrétti, ekki á hlutabréfum ... frekar ástarbréfum ;-) – ekki á fáleika heldur kærleika.“

(Úr ræðu EÞ við afhendingu Kærleikskúlunnar 2008)

 

Markmiðið með verkefninu er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna – vekja athygli á mikilsverðu málefni og afla fjár.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið Kærleikskúluna út frá árinu 2003 og selt í desember ár hvert. Allur ágóði rennur til Reykjadals, sumarbúða félagsins.

 

Fremstu listamenn þjóðarinnar hafa skapað einstök verk í þágu málefnisins. Kærleikskúla ársins er frumsýnd í Listasafni Reykjavíkur þar sem fyrsta Kærleikskúla hvers árs er afhent verðugum fyrirmyndum. Biskuparnir herra Karl Sigurbjörnsson og Agnes M. Sigurðardóttir hafa blessað Kærleikskúluna, einnig hefur Frans páfi blessað verkefnið.

 

Kærleikskúlan hefur verið gefin út í Færeyjum frá árinu 2009 með verkum þarlendra listamanna. Myndir og meira um verkefnið í Færeyjum hér.

 

Meira um Kærleikskúluna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Listamenn í fremstu röð hafa lagt fötluðum börnum
og ungmennum lið með verkum sínum.

 

Ísland:
Erró (2003), Ólafur Elíasson (2004), Rúrí (2005), Gabríela Friðriksdóttir (2006), Eggert Pétursson (2007), The Icelandic Love Corporation (2008),
Hreinn Friðfinnsson
(2009), Katrín Sigurðardóttir (2010), Yoko Ono (2011), Hrafnhildur Arnardottir (2012), Ragnar Kjartansson (2013),
Davíð Örn Halldórsson (2014), Ragna Róbertsdóttir (2015),
Sigurður Árni Sigurðsson (2016), Egill Sæbjörnsson (2017), Elín Hansdóttir (2018), Ólöf Nordal (2019), Finnbogi Pétursson (2020), Sirra Sigrún Sigurðardóttir (2021), Karin Sander (2022) ...

 

Færeyjar: 

Tróndur Patursson (2009), Sigrun Gunnarsdóttir (2010),
Hansina Iversen (2011), Zacharias Heinesen (2012), Edward Fuglø (2013), Astrid Andreassen (2014), Astri Luihn (2015), Eyðun av Reyni (2016),
Guðrið Poulsen (2017), Ole Wich (2018), Rannva Kunoy (2019), Eli Smith (2020) og Jóna Rasmussen (2021), Bárður Jákupsson (2022).

 

bottom of page