top of page

„Það var ákaflega mikill fengur fyrir Amtsbókasafnið á Akureyri að fá sýninguna Nála riddarasaga. Sýningin vakti mikla athygli gesta sem sóttu safnið (...) Nála riddarasaga var í alla staði skapandi og gefandi sýning sem eftir var tekið og menn eru enn að tala um..“

Herdís Anna Friðfinnsdóttir barnabókavörður

nála - sýning

 

Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur. Við gerð sýningarinnar var skapandi hugsun og þátttaka höfð að leiðarljósi. Það sem hver og einn gerir hefur áhrif – enginn er of smár til að skipta máli. Með því að taka spor í saumfleka eða snúa kubbi á mynsturborði er búið að breyta sýningunni örlítið og mögulega upplifun þeirra sem á eftir koma.

 

Sýningin var opnuð í Þjóðminjasafni Íslands 30. janúar 2015 og var einstaklega vel tekið. Með stuðningi Þjóðminjasafnsins og Barnamenningarsjóðs fór hún  á ferð um landið – og opnaði hún í Sögusetrinu á Hvolsvelli í maí 2015, þaðan fór sýningin á Amtsbókasafnið á Akureyri, svo í Safnahúsið á Egilsstöðum og í byrjun janúar 2016 opnaði hún á Bókasafni Akraness. Þúsundir hafa þegar séð sýninguna og sett sitt mark á hana.

 

Sýningarstjóri: Þorbjörg Gunnarsdóttir ı Höfundur: Eva Þengilsdóttir.

 

Nála-riddarasaga kom út hjá Sölku í október 2014 og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks/norræns menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sækir höfundur í hið 300 ára gamla Riddarateppi sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu.

 

 

bottom of page