top of page
"...
ENGILRÁÐ: Veistu hvað er að vera blindur?
REBBI: Já, auðvitað, þá sér maður mjög lítið eða ekki neitt.
ENGILRÁÐ: Einmitt og ...
REBBI: Þeir sem eru blindir eru auðvitað allt öðru vísi en aðrir ...
ENGILRÁÐ: Rebbi, settu loppuna fyrir augun.
REBBI: (Setur loppuna fyrir augun) Svona?
ENGILRÁÐ: Já, sérðu eitthvað?
REBBI: Nei, ekki neitt!
ENGILRÁÐ: Ertu orðinn öðru vísi refur – sko inni í þér?
REBBI: Hvað meinar þú?
ENGILRÁÐ: Ertu ennþá Rebbi refur þó þú sjáir ekki neitt?
REBBI: Ehhh, já ég er ennþá Rebbi refur ...
ENGILRÁÐ: Er ég ennþá besta vinkona þín?
REBBI: Já!
ENGILRÁÐ: Eru egg ennþá uppáhaldsmaturinn þinn?
REBBI: Já!
ENGILRÁÐ: Finnst þér sælgæti ennþá gott?
REBBI: (Spenntur) Sælgæti? Rrrrrrr.... já – hvaaa ... áttu eitthvað handa mér?
ENGILRÁÐ: Finnst þér ennþá gaman að leika þér?
REBBI: Já ...
ENGILRÁÐ: Getur þú ennþá talað og sagt hvað þér finnst?
REBBI: (Tekur loppuna frá augunum) Auðvitað ... hvers konar spurrrrrningar eru þetta eiginlega?
ENGILRÁÐ: Rebbi, sko ég er b'ra að reyna að hjálpa þér að skilja að þú verður ekki annar refur þó að þú sjáir ekki ..."
Brot úr leikriti, – Vinnum saman 2, 2008
 

Efnið er unnið á árunum 2006 - 2008 fyrir barnastarf Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan studdi starfsemi Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og þar með starf í þágu fjölskyldna barna með sérþarfir m.a. með kaupum á handbrúðunni Engilráð og með því að fjalla um samfélag fyrir alla.

 

efni skrifað fyrir barnastarf þjóðkirkjunnar og skálholtsútgáfu

Brosbókin mín

Kirkjubókin mín

Eva Þengilsdóttir og Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Teikningar: Kári Gunnarsson

Skálholtsútgáfa 2006

Vinnubók með léttum texta fyrir börnin sem og verkefnum. Sérstakur texti fyrir aðstandendur barnanna.

Leikritahefti

Engilráð andarungi
 
Eva Þengilsdóttir
 
Fræðslu- og þjónustusvið Biskupsstofu
Skálholtsútgáfa 2006

Í þessum sextán leikritum er fjallað um lífsleikni og samfélag fyrir alla. Engilráð er hér í aðalhlutverki, en hittir ýmsa skemmtilega karaktera sem áður hafa komið við sögu í barnastarfinu.

Vinnum saman 2

Engilráð andarungi og vinir
Leikritahefti í barnastarfi kirkjunnar

 
Eva Þengilsdóttir

Fræðslu- og þjónustusvið Biskupsstofu
Skálholtsútgáfa 2008

Sextán leikrit þar sem Engilráð og vinur hennar Rebbi eru í aðalhlutverkum. Fjallað er um mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum. Hvatt er til umræðna um inntak leikritanna og gefnar hugmyndir að umræðuefnum. Markmiðið er að auka skilning og þátttöku barnanna, vekja þau til umhugsunar og gera þeim kleift að koma reynslu sinni og vangaveltum á framfæri.

Brosbókin

Kirkjubókin mín
 
Eva Þengilsdóttir og Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Teikningar: Kári Gunnarsson


Skálholtsútgáfa 2006

Vinnubók með léttum texta fyrir börnin sem og verkefnum. Sérstakur texti fyrir aðstandendur barnanna.

Vinnum saman

Engilráð andarungi og vinir
Leikritahefti í barnastarfi kirkjunnar
 
Eva Þengilsdóttir

Fræðslu- og þjónustusvið Biskupsstofu
Skálholtsútgáfa 2007

Félagsfærni og virk þátttaka hefur mikið að segja um liðan og velferð fólks í samfélaginu og í þessu efni er lögð áhersla á að vekja börnin til umhugsunar um mikilvæg gildi.

Leikritin eru sextán og eru það Engilráð andarungi og Rebbi vinur hennar sem eru í aðalhlutverkum. Börnunum er veitt innsýn í ýmiss störf samfélaginu og góðir gestir koma í heimsókn.

Engilráð og jólin

Aðventudagatal fyrir leikskóla 2006
 
Eva Þengilsdóttir

Fræðslu- og þjónustusvið Biskupsstofu
Skálholtsútgáfa 2006
 

Níu sögustundir sem settar eru upp í samtalsformi. Kennarinn segir söguna og Engilráð er duglega að spyrja og tjá sig. Áhersla er lögð á stuttar setningar og rím. Engilráð gefur eitt fallegt orð í hverri sögustund og er markmiðið að auka orðaforða barnanna og vekja þau til umhugsunar um hvers orð eru megnug.

Allir skipta máli

Kirkjuheimsóknarefni fyrir leikskóla og yngri bekki grunnskóla

Eva Þengilsdóttir


Skálholtsútgáfa 2006
 

Efni fyrir þá sem taka á móti leikskóla- og grunnskólabörnum.

© Eva Þengilsdóttir 2014. Allur réttur áskilinn ı All rights reserved.

bottom of page