top of page

ykkar einlæg

 

„Nei, nú er ég sko aldeilis hlessa“, segir amma
og brosir út að eyrum þar sem hún stendur í dyragættinni á nærbuxunum einum fata og heldur með annarri hendinni yfir brjóstin. „Ansi ertu snemma í því ...“

(Ykkar einlæg, 2012)

 

Bók fjallar um ævi Ragnheiðar Jóhannesdóttur Lynge,
föðurömmu Evu. Bókina vann Eva í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Ragnheiðar.

 

Ragnheiður fæddist árið 2011 á Kvennabrekku í Dölum, þar sem faðir hennar starfaði sem prestur lengst af. Ragnheiður var fjórtánda í röð sautján systkina. Þegar Ragnheiður var sex ára gömul fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Jóhannes hóf störf við gerð íslenskrar orðabókar. Börnin voru mörg og fjölskyldan fátæk. Systkinin byrjuðu því snemma að vinna og var Ragnheiður aðeins um sjö ára gömul þegar hún byrjaði að skrúbba gólf í Höfða. Hún talaði um það síðar að henni hafi aldrei leiðst – „það var svo margt um manninn í kjallaranum í Höfða“ – og átti þá við reimleikana sem húsið er frægt fyrir.

 

Ragnheiður var sjálfstæð ung kona sem var staðráðin í að láta drauma sína rætast. Tvítug dreif hún sig til náms til Þýskalandi og stofnaði við heimkomuna þaðan hárgreiðslustofuna Carmen. Ragnheiður giftist Oddi V. G. Ólafssyni lækni og síðar alþingismanni. Þau eignuðust sex börn.

 

Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi árið 2012 og er hún uppseld. Mögulegt er að nálgast hana á Þjóðarbókhlöðunni og Kvennasögusafninu.
 

ISBN 978-9979-72-136-9

 

bottom of page